Hlaðvarpið

Informações:

Sinopsis

Podcast by Óli Jóns

Episodios

  • 42. Patrekur Maron Magnússon Ibot

    06/12/2017 Duración: 25min

    Patrekur Maron Magnússon er meðstofnandi og CEO hjá Ibot. Um Patrek segir á ibot.is Patrekur einbeitir sér að bakenda forrituninni og að stækka iBot eins fljótt og auðið er. Hann hefur gaman að skák ásamt öðrum nördalegum hlutum. Í þessum þætti segir Patrekur okkur allt um fyrirtækið, startups og ævintýri þeirra í Þýskalandi. Ibot er fyrirtæki sem er að þróa Chatbotta eða spjallþjarka Á vefnum þeirra segir um fyrirtækið Markmiðið okkar er að hjálpa fyrirtækjum að byggja frábæra Chatbotta. Þegar við áttuðum okkur á því hversu mikil bylting innreið Chatbotta mun verða þá ákváðum við að stofna iBot. Við trúum því að fjöldamörg fyrirtæki munu vilja þróa Chatbotta á komandi árum, við erum hér til að hjálpa þér að búa til þinn eigin Chatbot!

  • 41. Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu

    21/11/2017 Duración: 37min

    Hörður Harðarson hjá VERT markaðsstofu kom spjalli og sagði okkur frá sér, stofunni, frá nýju dagatali ásamt því að ræða um inbound marketing og Hubspot.

  • 40. Einar og Kjartan frá Overcast

    09/11/2017 Duración: 25min

    Kjartan og Einar frá Overcast kíktu í pjall og sögðu okkur frá hvað þeir eru að gera með sýnar vörur airdate og airserve. Á vefsíðu Overcast segir um fyrirtækið Overcast Software was founded in 2013. We specialize in custom solutions for the web and develop custom cloud software, complex integrations, data visualizations, web front-ends, back-ends and everything in between. In addition to software development services, we have access to highly qualified graphic designers which can be contracted on a per-project basis. We provide consultation to our clients, making sure that they choose the best possible solution available that fits their needs. Og um viðmælendur Kjartan Sverrisson Founder og CEO Extensive experience in large scale web projects from leading firms in Iceland. Past experience include airlines, media corporations, IT corporations and startups.   A full-stack Python programmer with passion for web development with an M.Sc. IT from the University of Liverpool.  Einar Jónsson Owner og Dev

  • 39. Fannar Ásgrímsson Sjóvá

    02/11/2017 Duración: 45min

    Fannar Ásgrímsson er vef og nýmiðlastjóri hjá Sjóva Hann hefur komið að vef og markaðsmálum undanfarin ár. Ég fékk Fannar í spjall meðal annars til þess að ræða ferlið á nýjum vef sem kom í loftið hjá Sjóvá fyrir um ári síðan. Vefurinn fékk einnig verðlaun á íslensku vefverðlaununum 2017 sem besti fyrirtækjavefurinn í stærri fyrirtækjum. Vefinn unnu þau í samvinnu með Kosmos & Kaos og Vettvang (Elmar hjá Vettvang var gestur minn í þætti númer 9). Það sem við förum yfir er meðal annars hvernig þú færð allt starfsfólkið með þér í svona verkefni og hversu mikilvægt það er að fá alla með.

  • 38. Jonathan Gerlach

    25/10/2017 Duración: 37min

    Jonathan Gerlach hjá Kolibri og SVEF. Jonathan starfar sem Digital product designer hjá Kolibri og er formaður SVEF samtaka vefiðnarins. Hann hefur starfar mörg undanfarin ár að vefmálum og komið að mörgun verkefnum stórum og smáum. Á vefsíðu Kolibri má fá frekari upplýsingar um hluta af þeim verkefnum sem Jonathan hefur komið að. Við ræðum vefbransann, vefverðlaunin sem eru næst 26. janúar, fræðumst um starfsemi SVEF og ýmislegt fleira.

  • 37. Lárus Halldórsson Actica

    16/10/2017 Duración: 38min

    Í þessu þætti heyrum við viðtal sem ég tók við Lárus Halldórsson hjá Actica. Á vef Actica segir um Lárus Lárus Halldórsson er stofnandi og af ráðgjöfum Actica. Lárus hefur starfað í áratugi við sölu- og markaðsmál og þekkir þau mál frá öllum hliðum. Lárus hefur verið framkvæmdastjóri hjá ýmsum fyrirtækjum og verið í þeirri stöðu að semja við auglýsingastofur, birtingafyrirtæki og fjölmiðla. Lárus hefur einnig verið framkvæmdastjóri hjá fjölmiðlafyrirtækjum sem bjóða auglýsendum auglýsingaleiðir og Lárus hefur einnig stýrt öllum þáttum netmiðla, efnisgerð, markaðssetningu, og söluaðgerðum á fjölmörgum mörkuðum.

  • 36.Páll Guðbrandsson framkvæmdastjóri Hype auglýsingastofu

    15/09/2017 Duración: 40min

    Páll Guðbrandsson fyrrverandi járnabindingamaður og núverandi framkvæmdastjóri. Í þessum þætti fáum við að kynnast Páli og auglýsingastofunni Hype. Hann segir okkur frá hvað honum finnstr um  auglýsinga og hvernig er staðið að markaðssetningu fyrirtækja á Íslandi í dag og hvað hann sér fyrir sér í þeim málum á næstunni. Páll tók nýverið við sem framkvæmdastjóri hjá Hype, það sem þeir leggja áherslu á meðal annars er að bjóða sínum viðskipta uppá það besta í boði er í hvert skipti. Á vefsíðu Hype segir um Pál "Páll hefur áralanga reynslu úr auglýsingabransanum og hefur unnið að öllum mögulegum og ómögulegum verkefnum með fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum. Páll hefur setið í fjölmiðlanefnd SÍA og sinnt dómnefndarstörfum fyrir Ímark – Lúðurinn og hefur sjálfur komið að ófáum verkefnum sem hafa unnið til verðlauna þar. Páll unir sér best með veiðistöng í hönd á fallegum árbakka og þarf ekki einu sinni að sjá fisk til að upplifa þar sitt Nirvana."

  • 35. Þáttur Hlaðvarpið á jons.is Sófús Hafsteinsson

    25/08/2017 Duración: 25min

    Sófús er verslunarstjóri hjá Elko í Lindum.  Verslunarstjórastarf í stærstu raftækjaverslun á Íslandi er fjölbreytt og skemmtilegt starf en jafnframt krefjandi. Sófús fer yfir með okkur hvernig þjálfun starfsfólks er háttað, helstu verkefni sem hann þarf að sinna áskoranir í starfi og fleira. Við ræðum einnig starf sölumanna og menntun fólks í verslunargeiranum almennt.  Förum yfir hvernig Elko fundar með sýnum starfsmönnum, hvernig þau nota Workplace frá Facebook og margt fleira. Ég spyr Sófús út í áhrif Coctco á Elko, áhugaverð viðbrögð í því.Fyrir þá sem eru að hugsa verlsunarstörf og þá sem reka fyrirtæki er þetta viðtal mjög nytsamlegt.

  • 34. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ragnar Bjartur Guðmundsson

    16/08/2017 Duración: 34min

    Ragnar Bjartur Guðmundsson hjá vefgreining.com kíkti á mig til þess að ræða vefmælingar. Afhverju að mæla, hvernig, afhverju og með hverju? Ragnar  hefur yfir 15 ára reynslu af vef- og markaðsmálum. Hann hóf ferilinn sem vefstjóri Torg.is og fór í framhaldi af því í bankageirann þar sem hann starfaði til ársins 2007. Þá flutti hann sig um set til Marel, þar sem hann stýrir greiningu á árangri af markaðsstarfi, auk þess að sinna framsetningu á fjármálalegum upplýsingum. Ragnar heldur ennfremur úti vefnum Vefgreining.is og hefur komið að greiningu á vefmálum og uppsetningu stafrænna mælinga hjá fyrirtækjum á borð við Capacent, Húsgagnahöllina, Betra bak og Dorma. Þá hefur hann verið gestafyrirlesari í Háskóla Íslands.

  • 33. Þáttur Hlaðvarpið á jons.is María Björk Ólafsdóttir

    09/08/2017 Duración: 23min

    María Björk Ólafsdóttir er sölustjóri hjá TripCreator. Hún hefur starfað m.a. hjá Grayline í markaðsmálum og hjá CP Reykjavík. Hún segir okkur frá því hvað varð til þess að hún fór eftir að hafa tekið BS í líffræði og Master í líf og læknavísindum yfir í Master í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum.  María starfar líka við startup á Íslandi og leiðir hún okkur aðeins í þann heim. Við ræðum um fyrirtækið sem hún starfar hjá í dag, söguna og hvað þau eru að gera í sölu og markaðsmálum. Á vefsíðu TripCreator segir um fyrirtækið How It All Began Our journey began with one man’s frustration over the overwhelming task of travel planning.We all know the feeling of excitement when you have chosen your destination, only to be discouraged by the hassle of having a dozen tabs open on your computer, trying to mix and match everything together. There are so many things that need attention, the availability of your accommodation, how to get around, what to see and where to eat, to name a few. All this led our founder and C

  • 32. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Kristín Guðmundsdóttir

    02/08/2017 Duración: 26min

    Kristín Guðmundssdóttir hjá dóttir webdesign er gestur minn í þessum þætti og er umræðuefnið er Wordpress. Wordpress vefumsjónarkerfið er vinsælasta vefumsjónarkerfi í heimi og er sérstaklega þægilegt að vinna með sérstaklega fyrir byrjendur. Kristín hefur unnið að vefhönnun í mörg ár og sérhæft sig að vinna með Wordpress og Woocomerce  netverslunarkerfið. Í þessu spjalli kemur hún inná ferlið við gerð á vefsíðum, hvað henni finnst mikilvægt að hafa í huga og fleira. Á vef Kristínar segir um hana Ég heiti Kristín Guðmundsdóttir og er grafískur- og vefhönnuður og eigandi Dóttir vefhönnun. Ég lærði margmiðlunarhönnun í Kaupmannahöfn og hef starfað í greininni sjálfstætt og sem ráðinn starfskraftur síðan 2008, bæði í Kaupmannahöfn og á Íslandi. Ég stofnaði Dóttir vefhönnun í október 2016 í Kaupmannahöfn eftir að hafa starfað þar sjálfstætt undir eigin nafni í nokkur ár. Frá og með júlí 2017 eru höfuðstöðvar mínar á Íslandi. Ég bjó til mína fyrstu heimasíðu fyrir 20 árum síðan, hún bar nafnið Súperkisi.. ekki s

  • 31. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Magnús Magnússon

    12/07/2017 Duración: 37min

    Í þrítugasta og fyrsta þætti sem tekinn var upp í mai hittum við fyrir Magnús Magnússon sem er Head of online strategic planning hjá Íslensku auglýsingastofunni.

  • 30. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Paula Gould

    04/07/2017 Duración: 33min

    30. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Paula Gould by Óli Jóns

  • 29. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Tryggvi Freyr Elínarson

    31/05/2017 Duración: 34min

    Tryggvi Freyr Elínarson framkvæmdastjóri Innut ehf. Tryggvi hefur alla tíð verið í sölu og markaðsmálum. Byrjaði að selja súkkulaðidagatöl, klósettpappír og ljósaperur fyrir Lions, þar fann hann sig strax í þessum geira. Í kjölfarið af því varð hann sölustjóri á unlingsárum og stofnaði sitt fyrsta fyrirtæki nýskriðinn úr menntaskóla. Eftir að hafa starfað hjá ýmsum fyrirækjum meðal annars Adidas, stofnaði hann ráðgjafafyrirtæki árið 2007 sem fljótlega tók stefnu í átt að digital marketing, í ljósi þess sem var að gerast þá. Fyrir um einu og hálfu ári stofnaði Tryggvi svo Innút ásamt nokkrum öðrum. Innút er í eðli sýnu ráðgjafa fyrirtæki sem sinnir ráðgjöf í stafrænni markaðssetningu og stýra birtingum. Innút vinna bæði með stórum og litlum aðilum í ferðaiðnaðinum og þá mest í Google Adwords. Tryggvi og félagar hjá Innút eru líka mikið að vinna með “business intelligence” deildum hjá stærri fyrirtækjum, oft eru til mikil og verðmæt gögn sem hægt er að nýta meira að sögn Tryggva.

  • 28. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Þorsteinn Mar Gunnlaugsson

    17/05/2017 Duración: 30min

    Þorsteinn sá um vefmálin hjá Ölgerðini um árið 2006, einnig hefur hanns starfað hjá Móberg að sjá um vefi einsog Bland og fleiri. Í dag er hann vefstjóri Iceland travel. Þorsteinn fer yfir að á þessum tíma sem vefstjóri þá eru sömu vandamál sem þarf að leysa núna og fyrir tíu árum. Það er að segja leitarvélabestun, fyrirtæki vilja en sem fyrr finnast á leitarvélum. Þorsteinn fer yfir það hvað leitarvélabestun er, hvernig hún virkar og hvað hefur breyst. Bæði tæknilega á vefnum og eins efnið sem sett er á vefinn sé gott. Þorsteinn fer líka inn á það hversu mikilvægt er að hlúa að vefsíðum, setja inn gott efni og setja það inn á réttum tíma. Vefsíða er tilbúinn hún er sífellt í þróunn og þarf alltaf að hlúa að henni. Varðandi spurningu mína um leitarorð/keywords taldi Þorsteinn mikilvægt að á vefsíðum væri leitast við að ekki eingöngu svara fyrstu spurningu sem slegið er inn í leitarvél, heldur líka næstu þarf á eftir. Hann vitnaði þar í fyrirlestur Nick Wilsdon hjá Vodafone Uk á RIMC ráðstefnu nú í vetur, þ

  • 27. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Jón Heiðar Þorsteinsson

    10/05/2017 Duración: 34min

    Jón Heiðar Þorsteinsson markaðsstjóri Iceland Travel. Ég ræddi við Jón um starf markaðsstjórans almennt, áherslur Iceland Travel í sýnu markaðsstarfi ásamt því að fara aðeins yfir starfsemi þeirra og sögu. Á vefsíðu Iceland Travel segir um fyrirtækið Since 1937 Iceland Travel has been the leading travel company, tour operator and destination management company (DMC) in Iceland, offering top-quality services. We take great pride in our diverse product categories that suit world-wide agents, such as escorted tours, daytours and self-drive tours. Our active product development is built on cooperation with our licensed suppliers, on feedback from clients and guests and on ever-changing new trends. Our dedicated, hand-picked team are passionate about what they do and are constantly coming up with innovative ideas to tackle small and large scale projects. We have the expertise and flexibility to service high-volume clients. In addition, we appreciate that the success of our long running existence is based on ou

  • 26. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Eygló Egilsdóttir

    03/05/2017 Duración: 16min

    Við hjá jons.is höfum sérstakan áhuga á því þegar fólk stofnar fyrirtæki sem eru óhefðbundin ef svo má segja. Eygló stofnaði fyrirtækið sitt jakkafatajoga 2013. Hún og hennar fólk koma í heimsókn í fyrirtæki á skrifstofutíma og gera sem þau kalla jakkafata jóga, þeas jóga í vinnufötunum. Hér má lesa nánar um hvernig jakkafatajoga virkar. Á jakkafatajoga.is segir um Eygló " Eygló kynntist jóga fyrst í æsku í gegnum móður sína sem stóð fyrir því að fá þekkta íslenska jógakennara til að koma og halda námskeið úti á landi þar sem fjölskyldan bjó. Það var þó ekki fyrr en sumarið 2008 sem Eygló fór sjálf að stunda jóga og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló.

  • 25. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ólafur Sveinn Jóhannesson

    26/04/2017 Duración: 30min

    Nýr þáttur af hlaðvarpinu, þáttur númer 25. Við höldum okkur en við Ólafsþemað og nú er það Ólafur Sveinn Jóhannesson Deildarstjóri markaðs- og kynningardeildar hjá Tækniskólanum. Ólafur segir okkur frá því hvernig það kom til að rafvirki frá Tálknafirði fór í það að sjá um markaðs og kynningarmál hjá Tækniskólanum. Einnig segir hann okkur frá verkefninu #kvennastarf sem Tækniskólinn ásamt fleiri aðilum stendur að. Á vefsíðunni kvennastarf.is má lesa um þetta verkefni ásamt því að skoða myndbönd og fleira.

  • 24. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Ólafur Helgi Þorkelsson

    20/04/2017 Duración: 30min

    Jonn.is óskar öllum gleðilegs sumars. Nú er komið að þætti 24, í honum fáum við að kynnast Ólafi Helga Þorlákssyni hjá Data Dwell. Data Dwell er hugbúnaðarfyrirtæki stofnað af Ólafi og Skarphéðni Steinþórssyni 2012. Ólafur segir okkur frá hugmyndinni hvernig hún kom til, ferlinu á stofnun og þróunn fyrirtækisins ásamt stöðunni í dag og framtíðarsýn þeirra. Á vefsíðu Data Dwell segir um fyrirtækið; "Data Dwell is a cloud based centralised digital data solution designed to automate and streamline daily branding operations and reinforce brand consistency while having a positive financial impact on organisations. The SaaS solution was built to help organisations save time and money, and scale their brand globally while avoiding growing pains. Keeping data secure, organised and easily shareable in an easy-to-use setup is our priority. Your success is our business!" Og um Ólaf Helga; "Olafur is an experienced leader and expert in building solutions that enable companies to streamline their overall operations. He

  • 23. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Hrafnhildur Hafsteinsdóttir

    11/04/2017 Duración: 35min

    Hrafnhildur Hafsteinsdóttir er framkvæmdastjóri FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu. Hrafnhildur segir okkur frá menntun sinni og störfum ásamt því að segja okkur frá FKA. FKA er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi og er með meira en 1000 félagskonur. Á vefsíðunni fka.is segir um félagið "Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er öflugt tengslanet athafnakvenna úr öllum greinum atvinnulífsins. FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins. FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. FKA vinnur með aðilum á vinnumarkaði, fyrirtækjum, félagasamtökum og hinu opinbera að því að efla og benda á þátt kvenna í stjórnum eða stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Félagið stendur fyrir viðburðum, fræðslu, veitir ráðgjöf og knýr fram breytingar á lögum og venjum til að gæta jafnvægis og fjölbreytileika innan atvinnulífsins. Félagið var stofnað árið 1999.

página 8 de 10