Hlaðvarpið

Informações:

Sinopsis

Podcast by Óli Jóns

Episodios

  • 144. Tryggvi Hofland Sigurdsson

    27/12/2021 Duración: 39min

    Tryggvi Hofland Sigurðsson á veitingastaðinn Hofland Eatery í Hveragerði. Í þessu spjalli sem ég átti við Tryggva í oktober síðastliðnum segir Tryggvi okkur frá tilkomu veitingastaðarins og hvernig honum tókst með elju, góðum vinum og fjölskyldu að koma þessum stað upp.

  • 143. Stebbi Jak

    07/11/2021 Duración: 01h11s

    íkt og aðrir sjálfstætt starfandi aðilar þarf tónlistarfólk og aðrir listamenn að huga að sölu og markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Til að ræða þetta fékk Óli Jóns til sín Stefán Jakobsson eða Stebba Jak söngvara hljómsveitarinnar Dimmu. Stebbi fer yfir ferilinn frá söngkeppni framhaldsskólana til dagsins í dag. Í þessu spjalli er farið yfir víðan völl, kennarstarfið, ferðalögin, samfélagið í Mývatnssveit, framhaldsskólann á Laugum, hljómsveitir eins og Douglas Wilson og Alþingi.

  • 142. María Ögn Guðmundsdóttir

    28/10/2021 Duración: 48min

    Viðmælandi Óla Jóns í þessum þætti er afrekskonan María Ögn Guðmundsdóttir. 
Að breyta áhugamálinu sínu í atvinnu er inntakið í þessum þætti þar sem við höldum áfram að huga að litlum fyrirtækjum og einstaklingum.Allt áhugafólk um keppnishjólreiðar þekkir Maríu en hún hefur unnið marga Íslandsmeistaratitla hjólreiðum og varð fyrst kvenna til að keppa fyrir Íslands hönd í hjólreiðum á erlendri grund. María hefur þjálfað mikin fjölda af reiðhjólafólki, farið með hópa erlendis í hjólaferðir ásamt því að stjórna sjálf keppnum líkt og WOW cyclothon og Gullhringnum. Það er virkilega skemmtilegt að heyra sögu Maríu, sem segist vera heppin að vera með hugarfarið að vera galopin fyrir lífinu.

  • 141. Eva Ruza

    20/10/2021 Duración: 45min

    Eva Ruza skemmtikraftur og blómakona er gestur Óla Jóns í þætti 141. Þemað í þessum þætti líkt og í undarförnum þáttum og næstu þremur er markaðssetning lítilla fyrirtækja. Lítil fyrirtæki geta verið og eru oft ein manneskja líkt og í tilfelli Evu. Eva fór yfir það með okkur hvernig vörumerkið Eva Ruza varð til og hvernig það kom til að Eva fór að taka að sér alls konar verkefni. Við ræðum lika hvað þarf til þess að ná þessum árangri sem hún hefur náð, hvað er sérstaklega mikilvægt að hafa gott fólk í kringum sig sem styður mann í þeim verkefnum sem maður tekur sér fyrir hendur. Það kemur örugglega ekki neinum á óvart sem þekkir eitthvað til Evu að þetta spjall er ótrúlega hresst og skemmtilegt, mikið hlegið og mikið gaman. Hvet alla til að fylgjast með Evu hér á Instagram.

  • Anna Margrét og Vala Karen frá Women Power

    14/10/2021 Duración: 46min

    Í þessum þætti er umræðuefnið félagasamtök, stofnun þeirra, markaðssetning og almennur rekstur. Þær Anna Margrét Hrólfsdóttir og Vala Karen Viðarsdóttir frá Women Power eru flestum hnútum kunnugar þegar kemur að þessum málum. Þær störfuðu báðar um árabil í hinum ýmsu störfum hjá UNICEF áður en þær gengu til liðs við Women Power.

  • 139. Ólína Björk Hjartardóttir

    06/10/2021 Duración: 49min

    Ólína Björk Hjartardóttir frumkvöðull, snyrtifræðimeistari og fyrirtækjaeigandi með meiru kíkti til mín í skemmtilegt og fróðlegt spjall þar sem við ræddum meðal annars um hvernig það er að reka fyrirtæki út á landi. En Ólína býr á Sauðarkróki, ásamt manni sínum og börnum, þar sem hún rekur snyrtistofuna og vefverslunina Eftirlæti. Við ræðum um það hvernig hún nær að sjá um flest allar hliðar fyrirtækisins á eigin spítur og hvernig hún snúi sér að markaðsetningu og stefnumótun. Ólína er einnig byrjuð á að flytja inn spennandi og áhugaverð snyrtivörumerki sem ekki hafa verið á markaði hér á landi áður. Skemmtilegt og hvetjandi viðtal svo ekki meira sé sagt.

  • 138. Àrni Reynir Alfredsson

    02/06/2021 Duración: 39min

    Í lokaþætti fyrir sumarfrí fékk ég til mín markaðsstjóra BYKO Árna Reyni Alfredsson. Við spjöllum að sjálfsögðu um markaðssmál, um störf og menntun Árna. Árni sem hefur starfað í mörg ár hjá BYKO segir okkur líka frá því hvernig það hefur verið að starfa í verslunargreiranum á Covid tímum, frá störfum sínum hjá ÍMARK og aðaláhugamálinu hestamennsku. Markaðsmál hjá Steypustöðinni og tilkoma MEST ásamt tímanum hjá auglýsingastofunni EXPO, "2008 hrunið" og margt annað í líflegu og skemmtilegu viðtali við einn reynslumesta markaðsstjóra landsins.

  • 137. Vala Einarsdóttir & Elvar Páll Sigurðsson

    26/05/2021 Duración: 37min

    Elvar Páll Sigurðsson, stafrænn markaðsstjóri og Vala Einarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice settust niður í spjall með Óla Jóns. Men&Mice sérhæfir sig í þróun og sölu hugbúnaðarlausna fyrir alþjóðleg stórfyrirtæki og stofnanir sem reka flókna netinnviði. Um 70% af tekjum fyrirtækisins koma frá Bandaríkjunum og 29% frá Evrópu, en fyrirtækið hefur verið að leggja aukna áherslu á Evrópu og aðra markaði síðastliðina mánuði. Í hópi viðskiptavina þeirra eru fyrirtæki á borð við Microsoft, Xerox, IMF, FedEx, Unilever, Nestle og Harvard Business School. Í þessum hlaðvarpsþætti ræða þau mikilvægi samvinnu á milli sölu- og markaðssdeilar, hvernig það er að markaðssetja vöru sem er með mjög þröngan markhóp, stafræna markaðssetningu, þróun í söluaðferðum, hvað er framundan í hugbúnaðarheiminum og margt fleira.

  • 136. Anna Signý Guðbjörnsdóttir

    19/05/2021 Duración: 35min

    Anna Signý Guðbjörnsdóttir er ráðgjafi hjá Kolibri. Anna er með cand.it í digital design and communication frá IT háskólanum í Kaupmannahöfn ásamt því að hafa lokið námi í margmiðlunarhönnun og vefþróun. Í þessu viðtali ræðum við mikilvægi viðmótshönnunar, hvað ber að hafa í huga bæði í undirbúning í stafrænum lausnum ss vefsíðum og öppum og eftir að verkefnin eru komin í gagnið.

  • 135. Àsta Kristín Sigurjónsdóttir

    12/05/2021 Duración: 35min

    Ásta Kristín framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Í þessu viðtali segir Ásta okkur frá horfum í ferðaþjónustunni, hvað við höfum lært á undanförnum mánuðum í tengslum við Covid, frá Ratsjánni sem er "ákveðið verkfæri ætlað stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum sem vilja auka nýsköpunarhæfni sína, hraða mikilvægum breytingaferlum og öðlast aukna yfirsýn og getu til að þróa vörur og þjónustu." ásamt mörgu fleiru

  • 134. Sveinn Waage

    06/05/2021 Duración: 53min

    Sveinn býr yfir áratuga reynslu og ástríðu fyrir fræðslu og skemmtun. Hann hefur starfað í 12 ár sem kennari í Bjórskólanum ásamt námskeiðahaldi í heimabókhaldskerfi Meninga. Sveinn hefur haft umsjón með samfélagsmiðlum fyrir Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands í framboðum hans 2016 og 2020. Sveinn bæði meðeigandi, situr í stjórn og starfar sem markaðsstjóri hjá Svarið ehf, sem er fyrirtæki með framúrstefnulega framtíðarsýn. Fyrirtæki sem Sveinn hefur unnið markaðsstörf fyrir eru ólík og reynslan því breið og fjölbreytt. Af fyrirtækjum má nefna Grey Line Iceland, Íslandsstofa - Inspired by Iceland, Meniga, Ölgerðin, 365 Birtingur og Credit info group.

  • 133. Agnar Freyr Gunnarsson

    28/04/2021 Duración: 01h03min

    Í þessum þætti fékk ég til mín Agnar Frey Gunnarsson en hann starfar hjá Birtingahúsinu sem sérfræðingur í öllu sem við kemur stafrænni markaðssetningu. Agnar hef mikla reynslu og þekkingu þegar kemur að því að auglýsa á leitarvélum og samfélagsmiðlum. Í þessu viðtali er farið aðeins dýpra í hlutina en oft áður og ræðum við meðal annars mismunandi "attribution model, conversion tracking, click trought rate, targeting" og fleira. Við förum einnig yfir þær breytingar sem framundan eru í heimi stafrænnar markaðssetningar líkt ný uppfærsla IOS 14.5 hjá Apple mun gera eins og lesa má um á vef SocialMediaToday frá 21. apríl Við förum einnig yfir brotthvarf Cookies sem lesa má um í grein Birtingahússins um málið. "Vefkökur (Cookies) munu brátt heyra sögunni til og auglýsendum munu verða settar þrengri skorður varðandi gagnaöflun og notkun á gögnum frá ótengdum aðilum í markaðsstarfi." Agnar fræðir okkur líka um Twitch.tv og þau tækifæri sem liggja í að auglýsa þar.

  • 132. Garbríela Rún Sigurðardóttir

    20/04/2021 Duración: 31min

    Gabríela Rún er sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu og starfar hjá Petmark. Gabríela hefur fjölmörg hlutverk hjá Petmark, hún tekur upp myndbönd og klippir, sér um dreifingu ásamt því að vinna að hugmyndavinnu og að áætlunum. Í þessu spjalli ræðir hún hvað henni finnst mikilvægt að huga að í markaðssetningu á stafrænum miðlum svo sem Facebook, Instagram og Youtube. Við ræðum líka "email marketing" birtingaáætlanir og margt fleira.

  • 131. Guðrún Hafsteinsdóttir

    08/04/2021 Duración: 54min

    Guðrún Hafsteinsdóttir sölu og markaðsstjóri Kjörís. Guðrún spjallar við Óla Jóns og lífið og tilveruna, hvernig það kom til að hún var farin að stýra fjölskyldufyrirtækinu Kjörís aðeins 23 ára gömul. VIð ræðum einnig hvernig það er að búa á stað eins og Hveragerði, hvernig var að stýra fyrirtæki í bankahruninu og á covid tímum. Guðrún sem gefur kost á sér í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi ræðir einnig hvers vegna hún ákvað að fara í framboð og hverjar hennar áherslur verða nái hún kjöri. Guðrún er fædd 9. febrúar 1970 og er dóttir hjónanna Laufeyjar Valdimarsdóttur og Hafsteins Kristinssonar. Guðrún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og eiga þau samtals sex börn. Hún er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Suðurlands, B.A gráðu í mannfræði frá HÍ 2008 og þá hefur hún lokið diplóma námi í jafnréttisfræðum einnig frá HÍ. Hún hefur starfað nær allan sinn starfsferil hjá fyrirtæki fjölskyldunnar Kjörís ehf. í Hveragerði. Guðrún hefur alla tíð verið virk í félagsmálum.

  • 130. Þórhildur Laufey Sigurðardóttir

    31/03/2021 Duración: 53min

    Þórhildur Laufey bókmenntafræðingur, grafískur hönnuður og brandari er gestur Óla Jóns í þessum páskaþætti. Þórhildur stofnaði fyrirtækið Kúper Blakk fyrir nokkrum árum, um fyrirtækið segir á kuperblakk.is "Hvað er þetta Kúper Blakk? Kúper Blakk er skapandi stofa sem eeeelskar að auka vörumerkjavirði fyrirtækja og færa brandið "heim í hús". Galdurinn liggur í að skapa heilsteypta sögu, einfalda skilaboð og setja sig í spor viðskiptavina. Hvaða sögu segir brandið þitt? Gæti skapandi hugsun verið það sem vantar inn í jöfnuna við að byggja upp metnaðarfullt vörumerki? Knúsum þetta saman - það ber árangur." Þórhildur segir okkur frá hvað kom til að hún lærði bókmenntafræði og síðar grafíska hönnun. Við ræðum líka Branding, markaðsmál, skapandi hugsun og margt fleira. Þórhildur hefur komið að branding verkefnim hjá Krónunni, Íslandsbanka og Orku náttúrunnar svo eitthvað sé nefnt.

  • 129. Svanhildur Hólm Valsdóttir

    24/03/2021 Duración: 33min

    Svanhildur Hólm er framkæmdastjóri Viðskiptaráðs sem er líkt og segir á vi.is 
"Sameiginlegur vettvangur íslensks viðskiptalífs í rúma öld
Heildarsamtök fyrirtækja, félaga og einstaklinga í íslensku atvinnulífi sem telja að heilbrigt og kraftmikið atvinnulíf skapi forsendur til framfara og bættra lífskjara hér á landi." Í þessu spjalli segir Svanhildur okkur lítillega frá sér s.s. menntun og fyrri störf en hún lærði lögfræði í eftir menntaskóla. Svanhildur hefur starfað í fjölmiðlum, sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins og sem aðstoðamaður Bjarna Benediktssonar.
Við ræðum einnig hlutverk og tilgang Viðskiptaráðs, helstu verkefni þess ásamt þeim áskorunum sem Covid hefur haft á starfsemina og aðila inn félagsins.
Ferðaþjónusta, eldgos, veitingastaðir og kattarmyndbönd koma einnig við sögu í þessu viðtali.

  • 128. Unnur & Sigrún Vefverðlaunin og Iceweb 2021

    17/03/2021 Duración: 20min

    Þær Sigrún Tinna Gissurardóttir forritari hjá Sendiráðinu og Unnur Sól Ingimarsdóttir forritari hjá ORIGO og stjórnarmeðlimir SVEF kíktu í stutt spjall og ræddu m.a. Iceweb 2021 og Íslensku vefverðlaunin. Á svef.is segir um samtökin
"Hvað er SVEF?
Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi. Samtökin hafa það að markmiði að miðla þekkingu og efla fagleg vinnubrögð í greininni, vera samræðuvettvangur félagsmanna og andlit stéttarinnar út á við.
SVEF sér árlega um framkvæmd Vefverðlaunanna, en fyrsta verðlaunaafhendingin var haldin árið 2000. Félagið stendur árlega fyrir ráðstefnunni IceWeb, sem er metnaðarfull alþjóðleg ráðstefna um vefmál, auk fjölda smærri fyrirlestra, umræðufunda og mannfagnaða fyrir félagsmenn.
Félagsmenn SVEF eru um 300 talsins en og koma úr ýmsum sviðum vefheima en meðal félagsmanna má m.a. finna vefara, ráðgjafa, forritara, hönnuði, vefstjóra, prófara, markaðsstjóra, framkvæmdastjóra, kennara o.s.frv." Iceweb 2021 verður haldin á netinu þetta árið lí

  • 127. Hjörvar Hermannsson

    10/03/2021 Duración: 34min

    Hjörvar Hermannsson framkvæmdastjóri Smartmedia Hermann er stúdent frá MK og kláraði síðan viðskiptafræði í HÍ með áherslu á markaðsmál. Eftir HÍ ákvað hann að leggja land undir fót og fór í mastersnám í markaðsfræðum í Gold Coast , Ástralíu. Eftir það nám kom Hermann aftur til Íslands og hóf störf hjá auglýsingastofunni Pipar. Hermann ásamt félaga sínum settur á laggirnar fjaroflun.is sem kveikti áhuga hans á vefverslunum og í framhaldi á því hóf hann störf hjá Smartmedia Um fjaroflun.is segir Með þjónustu okkar viljum við gera einstaklingum og hópum auðveldara fyrir að stofna fjáraflanir ásamt því að auðvelda skipulag og spara útgjöld fyrir vörum. Aðstandendur síðunar hafa starfað umtalsvert að íþrótta og æskulýðrsmálum og þekkja því vel þær raunir sem fylgt geta fjáröflunum af þeim toga. Síðunni er ætlað að koma til móts við þarfir foreldra, kennara, þjálfara og annara sem þekkja til eða vilja styrkja ungt fólk til góðra verka. Um SmartMedia
Áratugareynsla í gerð vefverslana SmartMedia hefur frá stofnun

  • 126. Jón Trausti Ólafsson

    03/03/2021 Duración: 28min

    Jón Trausti er framkæmdastjóri Öskju, hann ólst upp við bíla á bílasölu sem pabbi hans á svo hann á ekki langt að sækja bílasöluáhugann þrátt fyrir að vera ekki svokallaður bíladellukall. Jón Trausti starfaði sem fararstjóri og var í Portúgal eftir menntaskóla. En mömmu hans fannst hann farinn að vera full mikið í burtu og skráði hann því í skólann á Bifröst. Jón Trausti hóf svo störf hjá Heklu 1998 sem sölustjóri í notuðum bílum og starfaði þar þangað til Askja var stofnuð. Jón segir okkur frá hvernig það er að vinna með þekkt stór alþjóðleg vörumerki líkt og Mercedes Bens, KIA og Honda og hvaða áhrifa Covid hafði á þeirra rekstur. Markaðssmál, mannauðsmál, rútur, rafmagnsbílar og félagsstörf hjá Bílgreinasambandinu bera einnig á góma.

  • 125. Victor Pálmarsson

    24/02/2021 Duración: 32min

    Victor Pálmarsson er einn af stofnendum 1819 og er markaðsstjóri fyrirtækisins, á 1819.is segir um fyritækið;

"1819 er upplýsinga og þjónustufyrirtæki sem leitast við að aðstoða einstaklinga sem og fyrirtæki í upplýsingagjöf og aukins sýnileika. 1819 heldur uppi heimasíðu sem líkja má við rafræna símaskra, en í raun er heimasíðan leitarvél þar sem hægt er að finna ýmsar upplýsingar um fyrirtæki, opnunartíma, símanúmer og heimilisföng.
Upplýsinganúmer 1819 hefur það markmið að veita hraða, hágæða þjónustu við upplýsingagjöf ásamt því að starfsfólk okkar sérhæfir sig í símsvörun og ritarastörfum fyrir allr stærðir fyrirtækja. Markmið okkar allra hjá 1819 er að auðvelda aðgengi að upplýsingum sem leiða til einfaldari samskipta einstaklinga og fyrirtækja á Íslandi. Okkar hæfileikaríka starfsfólk gerir þitt daglega líf auðveldara." Í þessu spjalli segir Victor okkur frá því hvað kom til að ráðist var í að stofna 1819 og hvaða áskoranir hópurinn stóð fyrir. Victor fer einnig yfir það með okkur hvernig fyrirtækið h

página 2 de 10