Hlaðvarpið

26. þáttur Hlaðvarpið á jons.is Eygló Egilsdóttir

Informações:

Sinopsis

Við hjá jons.is höfum sérstakan áhuga á því þegar fólk stofnar fyrirtæki sem eru óhefðbundin ef svo má segja. Eygló stofnaði fyrirtækið sitt jakkafatajoga 2013. Hún og hennar fólk koma í heimsókn í fyrirtæki á skrifstofutíma og gera sem þau kalla jakkafata jóga, þeas jóga í vinnufötunum. Hér má lesa nánar um hvernig jakkafatajoga virkar. Á jakkafatajoga.is segir um Eygló " Eygló kynntist jóga fyrst í æsku í gegnum móður sína sem stóð fyrir því að fá þekkta íslenska jógakennara til að koma og halda námskeið úti á landi þar sem fjölskyldan bjó. Það var þó ekki fyrr en sumarið 2008 sem Eygló fór sjálf að stunda jóga og má segja að hún hafi kolfallið fyrir áhrifunum sem iðkunin hafði á hana. Strax í janúar 2009 hóf hún svo jógakennaranám hjá Guðjóni Bergmann með það að markmiði að dýpka eigin iðkun. Þó ætlunin hafi upphaflega ekki verið að leggja stund á jógakennslu í kjölfarið, þá hóf hún að kenna reglulega tíma snemma sama ár og með tímanum fór hún að kenna sína eigin tíma undir merkjum Yoga með Eygló.