Hlaðvarpið

110. Hjalti Már Einarsson

Informações:

Sinopsis

Hjalti Már Einarsson er forstöðumaður markaðssviðs Nordic Visitor. Hjalti er Vesturbæingur og KR-ingur en fæddist í Danmörku. Hjalti ætlaði alltaf að starfa við fjölmiðla þegar hann “yrði stór”, og eftir Versló starfaði hann sem útvarpsmaður í nokkur ár áður en hann flutti til Danmerkur þar sem hann nældi sér í þrjár háskólagráður: margmiðlunarhönnun, framleiðslu og stjórnun miðla og loks meistaragráðu í upplýsingatækni og rafrænum viðskiptum. Sumarið 2009, eftir að hafa varið meistararitgerð sína, flutti Hjalti ásamt fjölskyldu sinni aftur heim til Íslands og hóf hann störf hjá Nordic Visitor, þar sem hann hefur unnið allar götur síðan. Nordic Visitor er ferðaþjónustufyrirtæki með skrifstofur í Reykjavík, Stokkhólmi og Edinborg, en Hjalti stýrir 8 manna alþjóðlegu markaðssviði sem er staðsett í tveimur löndum. Í þessu viðtali segir Hjalti okkur frá sínum ferli, markaðsstarfi Nordic Visitor og þeim áskorunum sem hann og hans teymi standa fyrir á tímum heimsfaraldurs.